Strigamyndir

IMG_2051
Að setja ljósmyndir á striga er afskaplega skemmtileg framsetning á myndum. Myndirnar eru stækkaðar á hágæða Canon striga og við notum Canon blek til að tryggja gæði og endingu myndanna. Stærðir á strigamyndum hlaupa á 5 cm og minnsti ramminn er 20 cm. Við sjáum svo um að gera aukakant á myndina án aukagjalds, þannig að hún blæði yfir allan rammann.   Það er oft ótrúlegt að sjá hvað myndir verða  að fallegu persónulegu listaverki þegar búið er að prenta þær á striga og strengja á blindramma.  Frábær hugmynd að fallegri gjöf.

Þú getur sent okkur myndina þína sem viðhengi í netpósti eða komið með hana og við skönnum hana inn, ef hún er bara til sem útprentuð mynd hjá þér. Þú getur valið að fá myndina prentaða í lit, svart/hvítu eða brúntónaða. Gefðu sköpunargleðinni lausan tauminn.

Verðskrá fyrir nokkrar algengar stærðir. Margar aðrar stærðir fáanlegar. Myndin er frágengin á blindramma og tilbúin til að hengja á vegg. Stærðir á römmum hlaupa á 5 cm

 

 

 

                                                            20x30cm           kr. 7.160,-

                                                                                                                                                                             30x40cm           kr. 8.460,-

                                                                                                                                                                             50x70cm           kr. 12.960,-

                                                                                                                                                                             60x90cm           kr. 26.870,-

 

 

Stækkanir á foamplötur og álplötur

IMG_2056

Það eru engin takmörk lengur í útprentun ljósmynda!

Við bjóðum nú prentun á vinil sem límdur er á foamplötur eða álplötur eftir óskum hvers og eins. Nú er tækifæri til að skreyta heimilið, kaffistofuna eða jafnvel hesthúsið. Því við bjóðum prentun á vatnsheldan vinildúk með afar skemmtilegri áferð.

Svo ef að þú átt mynd af gæðingnum til að skreyta hesthúsið eða kaffistofuna. Leyfðu listamanninum að njóta sín og láttu slag standa.

Tilvalin tækifærisgjöf fyrir hestamanninn!

Dæmi um verð á mynd á foamplötu í vinsælli stærð td. 30 x 40 cm er 6.960,-

Stækkanir á ljósmyndapappír

IMG_2052

Stækkanir á ljósmyndapappír eru sígild listaverk. Stækkum myndir á vandaðan ljósmyndapappír sem hefur afbragðs endingu.

Dæmi um verð á vinsælli stærð af ljósmyndastækkun: 30 x 45 cm stækkun kr. 2.990,-

Setjum fallegar ljósmyndir í stækkun!

Filmuframköllun

Hraðhilmulogo fyrir heimasíðu

Í 30 ár hefur Hraðfilman boðið upp á gæðaframköllun á hefðbundnum ljósmyndafilmum.

Framköllun C41 á 35 mm filmu klippt niður í plast kostar 1.100,-

Filmuframköllun og skönnun án mynda á 35mm filmu; afgreitt á DVD disk kostar 2.360,-

                                                                                                                 Afgreiðum myndirnar einnig á USB lykil eða sendum þér þær rafrænt að þínum óskum.

Filmuframköllun 135/24 mynda og prentun 10x15 cm myndir kostar 2.990,-

 Með filmuframköllun er hægt er að fá myndirnar á DVD/USB  gegn vægu gjaldi.

Skönnun á myndum

Hraðfilman er vel tækjum búin til að geta boðið myndaskönnun á frábæru verði.

Nú er rétti tíminn til að sækja gamla myndasafnið og fá það skannað og afgreitt á DVD disk.

Það er frábært að geta safnað saman gömlu fjölskyldumyndunum og setja þær á disk og varðveitt til komandi kynslóða..

Þannig getur þú sett myndir á Facebook eða sýnt þær í sjónvarpinu, í afmælum, brúðkaupum og ættarmótum.

Við bjóðum tilboð á myndaskönnun á 200 myndum eða fleiri .

Skönnun á filmum

IMG_2057              Skönnum allar tegundir af filmum; Slidesfilmur, negativar litfilmur og svarthvítar. Bæði 35mm og 120.

Margir eiga gamlar slidesmyndir sem geyma yndislegar minningar fjölskyldunnar. Oft liggja þessar slidesmyndir í kössum við óheppilegar aðstæður. Við bjóðum skönnun á þessum slidesmyndum og afgreiðum þær svo á DVD disk. Við bjóðum líka prentun á diskinn og gerum hann þannig persónulegri án aukagjalds. Þannig getur þú sett myndirnar á Facebook, sýnt þær í sjónvarpinu eða  í tölvunni, og sent vinum og ættingjum á netinu. Þú getur líka prentað hágæða myndir á pappír eftir disknum.

Til að tryggja endingu afgreiðum við allar myndirnar á DVD disk.

                                                                                                                                  Gerum verðtilboð í skönnun á miklu magni af myndum / filmum.


 

 

 

 

 

Viðgerðir á gömlum og skemmdum myndum

nota        Við lagfærum gamlar og skemmdar myndir.

Við getum breytt bakgrunni mynda og fjarlægt fólk eða hluti af myndum. Allt eftir þínum óskum. Myndirnar eru skannaðar inn í hágæðaupplausn og við getum stækkað þær eða minnkað og breytt litnum og blænum og þannig frískað ótrúlega mikið uppá upplitaðar gamlar myndir.

Verð á þessari þjónustu er afar sanngjarnt og við gefum þér upp nákvæmt verð þegar við fáum myndina í hendur og getum metið skemmdirnar. Þannig að þú veist nákvæmlega hvað vinnan mun kosta áður en þú tekur ákvörðun. Ekki hika. Það er gaman að glæða gömlu myndirnar nýju lífi.