Saga Hraðfilmunnar

IMG_2037

Hraðfilman hóf starfsemi sína árið 1986 og fagnaði því 30 ára afmæli sínu árið 2016.

Hraðfilman var með starfsemi sína í 17 ár í Breiðholti, en flutti síðan árið 2003 í núverandi húsnæði í Miðbæ við Háaleitisbraut 58-60. Staðsetning okkar er miðsvæðis á Stór Reykjavíkursvæðinu og aðgengi að versluninni er eins gott og hægt er að hugsa sér. Við höfum haft að markmiði að bjóða góða þjónustu og vönduð vinnubrögð við öll okkar verkefni. Við erum framsækið fyrirtæki sem er stöðugt að auka við fjölbreytni í sinni þjónustu.

Við sjáum um allt sem að snýr að vinnslu ljósmynda. Þú getur treyst okkur fyrir myndunum þínum. 32 ára saga Hraðfilmunnar í myndvinnslu sýnir að viðskiptavinir okkar hafa treyst okkur fyrir því að vinna fyrir þá af samviskusemi. Ekki hika við að hafa samband við okkur, ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi ljósmyndavinnslu!

Mynd fra Miklubraut

Láttu okkur sjá um að vinna myndirnar fyrir þig!